SLEGGJAN

Láttu ekki stærðina blekkja þig! Þetta magnaða tæki fer með þig í adrenalín-ferðalag þar sem þú snýst 360° um leið og þú þeytist hring eftir hring og hendist 13 metra upp í loft áður en þú húrrar svo alla leið niður!

Þó að þetta hljómi rosalega þá er Sleggjan frábært tæki fyrir alla sem eru hærri en 110 cm og þora! Sleggjan hefur slegið í gegn sem eitt vinsælasta tæki skemmtigarða viða um heim.

Athugið að Sleggjan er aðeins ætluð 10 ára og eldri

Verð: 1.100 krónur

Vinsamlegast ATH

Vinsamlegast valdið ekki töfum í röðinni. Sitja kyrr í sætinu allan tíman sem ferðin á sér stað og óheimilt er að reyna standa upp úr því. Ef slíkt er gert hefur starfsmaður rétt á að stöðva tækið og vísa viðkomandi frá.

Bannað að fara með mat og drykk í sleggjuna

Ekki er ráðlagt að fara í Sleggjuna ef eitthvað af eftirtöldu á við:

– Nýleg veikindi, skurðaðgerð

– Hjartaveiki

– Háls-, bak- og beinsjúkdómar/kvillar

– Hár blóðþrýstingur eða slagæðagúlpur

– Barnshafandi

– Undir áhrifum áfengis eða eiturlyfja

Lágmarkshæð 110 cm Hámarkshæð 195 cm

Athugið að Sleggjan er aðeins ætluð 10 ára og eldri

Klessubílar

Fátt er eins geysivinsælt og klessubílar og er þá sama hvort þú ert 5 ára eða 105 ára. SmáraTívolí er með 10 klessubíla og enginn er eins. Prófaðu að klessukeyra þeim öllum!

Ferðin kostar 800 kr. á bíl

Vinsamlegast ATH

Vinsamlegast valdið ekki töfum í röðinni. Sitja kyrr í sætinu allan tíman sem ferðin á sér stað og óheimilt er að reyna standa upp úr því. Ef slíkt er gert hefur starfsmaður rétt á að stöðva tækið og vísa viðkomandi frá.

Bannað að fara með mat og drykk í Klessubílana

Ekki er ráðlagt að fara í Klessubílana ef eitthvað af eftirtöldu á við:

– Nýleg veikindi, skurðaðgerð

– Hjartaveiki

– Háls-, bak- og beinsjúkdómar/kvillar

– Hár blóðþrýstingur eða slagæðagúlpur

– Barnshafandi

– Undir áhrifum áfengis eða eiturlyfja

Vinsamlegast athugið að gólfið er sleipt !

Ef grunur er á að heilsufar eða öryggi sé í hættu er heimilt að neita gestum um að fara í klessubílana

Allir lausamunir, símar, lyklar og annað slíkt skulu skildir eftir hjá aðila sem ekki er í klessubílunum. Eins skal allur laus fatnaður, skór, slæður, treflar, jakkar eða annað slíkt skilið eftir áður en farið er í klessubílana.

Ökumaður
Lágmarkshæð 120 cm
Hámarkshæð 170 cm

Farþegi
Lágmarkshæð 110 cm
Hámarkshæð 170 cm

Lasertag

Lasertag er æsispennandi upplifun. Í Lasertag í SmáraTívolí ferðastu í gegnum neon völundarhús á 2 hæðum og berst með liðsfélögum þínum á móti hinu liðinu!

Hægt er að bóka tíma með því að senda fyrirspurn á: bokanir@smarativoli.is

  • Ekki er leyfilegt að koma með drykki og matvæli inn í salinn eða vestisherbergið.
  • Það er bannað að fara úr vestinu.
  • Það er bannað að henda byssunni í gólfið.
  • Það er bannað að hlaupa í salnum.
  • Það er stranglega bannað að snerta andstæðing í miðjum leik.

LEIÐBEININGAR

  • Þegar þú skýtur úr byssunni getur þú bæði skotið gikknum hálfa leið, þá lýsist lazer sem er eingöngu miðið þitt og svo alla leið. Þá skýtur þú einu skoti úr byssunni.
  • Þú þarft að skjóta í litaða svæðið á vesti andstæðingsins til að skjóta hann.
  • Liðsfélagar geta ekki skotið hvorn annan.
  • Það eru skífur á veggjunum sem þú getur skotið fyrir auka stig en skífan getur einnig skotið til baka og þú færð mínus stig.
  • Þú færð stig ef þú skýtur í skífuna á veggnum og andstæðing.
Partýkeila

Í Partýkeilunni okkar reynir á hæfni þátttakenda og ekki síður heppni. Minni kúlur gera keilu að sannkallaðri fjölskylduíþrótt þar sem að yngsti jafnt sem sá elsti geta att kappi! Partýkeilan er einföld og skemmtilega. Engin skráning. Engin skóskipti, bara renna TÍVOLÍkortinu í gegn og fjörið hefst!

Allt að fimm geta spilað saman á braut!

Leikurinn kostar 800 kr.

Tívolíleikir

SmáraTívolí býður upp á fjölbreytt úrval Tívolíleikja sem reyna á færni, styrk og snerpu þátttakenda sem fá að launum Tívolímiða í samræmi við frammistöðu sína.

Tívolímiðarnir eru svo settir í Miðavélina sem sér um að telja og svo er Tívolíkortinu rennt í gegnum lesarann á Miðavélinni og verða miðarnir að punktum. 1 miði = 1 punktur.

Tívolípunktana er síðan hægt að nota til að næla sér í alls konar skemmtilega vinninga. Í boði eru meira en 80 Tívolívinningar hverju sinni – allt frá litlum, fallegum hringjum til stórra og fullkominna raftækja. Allir geta þar fundið eitthvað við sitt hæfi og allir fá vinning!

Tölvuleikir

Á efri hæð SmáraTívolís er að finna marga frábæra leiki; allt frá gömlum klassískum tölvulveikjum,  kappaksturs-, körfubolta- og dansleikjum yfir í æsispennandi byssuleiki.

Margir leikjanna eru raðtengdir sem gerir þér kleift að keppa við vini þína (multiplayer).

Það er því tilvalið að dusta rykið af keppnisskapinu, mæta með vinunum og keppa um hæstu stigin.

7D BÍÓ

7D bíóið er það fyrsta sinnar tegundar í heiminum þar sem áhorfendur eru ekki lengur aðeins áhorfendur heldur beinir þátttakendur. 7D bíó sameinar þannig bíómyndir og tölvuleiki!

Spennið á ykkur beltin; þið munuð hristast og hossast í hreyfanlegum sætum, hendast fram af hengiflugi, lenda í óvæntum atburðum. Þar sem þið eruð þáttakendur vopnaðir byssum og takið þátt þá mun árangur ykkar ráða framgangi myndarinnar! Það eru nefnilega engar tvær sýningar eins!

Komdu og prófaðu 7D bíó.

Verð: 1.100 krónur