Á efri hæð SmáraTívolís er glæsilegur sportbar sem tekur allt að 70 manns í sæti, hentar stórum jafnt sem smáum hópum. Við erum með alla helstu íþróttaviðburði í beinni útsendingu á RISATJALDI ásamt þremur sjónvörpum. Á sportbarnum sýnum við leiki í enska boltanum, Pepsi deildinni, Dominos deildinni, handboltanum, UFC og aðra stærri íþróttaviðburði.

Á sportbarnum erum við með 3 poolborð og Beer ball. Á sömu hæð er svo hægt að fara í NBA körfuboltatæki, boxtæki, fótboltatæki, þythokkí og fleiri tæki. Eftir klukkan 19:00 á kvöldin erum við með PARTÝTILBOÐ Á TÍMAKORTUM á 2.990 krónur!*

Fótbolti

Við sýnum Enska boltann og aðra stærri íþróttaviðburði í beinni allar helgar frá hádegi og virka daga frá kl 16:00.

Komdu með félögum þínum og njóttu þess að horfa á uppáhaldsliðið þitt spila og við sjáum um að bera í þig ljúffengar veitingar á meðan á leik stendur. Eftir leikinn getið þið skellt ykkur í pool, nýjustu tölvuleikina eða eitthvað af hinum 100 leiktækjum okkar.

Veitingar

Við bjóðum upp á fjölbreyttar veitingar á efri og neðri hæð SmáraTívolís. Á efri hæðinni getur þú sest niður og fengið þér rjúkandi pizzur frá Sbarro, gos, ís, popp, kaffi, candyfloss og aðrar léttar veitingar.

Þú getur fengið þér smá snarl áður en fjörið hefst eða sest niður og slakað á eftir leik eða jafnvel í „leikhléi“.

.

Pool

Á efri hæðinni inn af Leikjagólfinu eru Pool borð og beer ball tæki. Frábær samkomustaður eftir vinnu eða bara eftir bíóferðina!

Sportbarinn opnar kl. 16 virka daga, kl.12 á laugardögum og kl.13 á sunnududögum.

Fimmtudaga – sunnudaga erum við með HAPPY HOUR milli kl. 16:00 – 20:00:

Bjór af krana – lítill 600 kr – stór 850 kr.
Happy Hour vikunnar**

Við innganginn á efri hæðinni eru 8 kassar frá Gullnámunni.

Opnunartími sportbarsins:
Mán. – fim. frá kl. 16:00 – 20:00
Föstudaga frá kl. 16:00 – 23:00
Laugardaga frá kl. 12:00 – 23:00
Sunnudaga frá kl. 13:00 – 20:00