Ertu að skipuleggja starfsmannafagnað, árshátíð, gæsun, steggjun, afmæli, fjölskyldudag, óvissuferð eða hópefli?

SmáraTívolí hristir hópinn ykkar saman í fjörugum leikjum og lifandi umhverfi. Við sérsníðum daginn að þinni ósk.

Lazertag

1-20 manns

 • 1 leikur 1.250 kr.
 • 2 leikir 2.250 kr.
 • 3 leikir 2.750 kr.

Hóptilboð (20+ manns)-Frítt í pool í 30 mín fyrir eða eftir Lazertagið

 • 1 leikur 1.100 kr.
 • 2 leikir 1.990 kr.
 • 3 leikir 2.450 kr.

Hóptilboð 2 (30+manns)-Frítt í pool í 30 mín fyrir eða eftir Lazertagið

 • 1 leikur 950 kr.
 • 2 leikir 1.790 kr.
 • 3 leikir 2.200 kr.

Öllum hópum er boðið að fara frítt í pool á meðan beðið er.

Fáðu tilboð
Leikjameistarinn

Starfsmaður smáraTívolí er með ykkur allan tímann. Við byrjum á því að skipta ykkur niður í lið, búum til nafn á liðið ykkar, kjósum liðsforingja og einn ritara.
Síðan byrjar fjörið, þið farið í alla okkar skemmtilegustu leiki þar sem þið keppið innbyrðis í ykkar liðum og stigin skrifuð niður.

Tækin sem keppt eru í:

Karíókí, Lazertag, 7D bíó, Körfuboltar, Bílar og Mótorhjól, Hamarinn, Danstæki, Speed of Light, Iceball og fleiri tækjum eftir því hvað tíminn leyfir okkur. Það myndast rosaleg spenna og keppnisskap í þessu „móti“.
Eftir mótið er hægt að panta pizzur og gos eða stóran bjór og nachos.

Þegar liðin eru öll búin að keppa þá reiknum við saman stigin meðan þið borðið og tilkynnum svo sigurliðið. Síðan keppir 1. sætið úr hverju liði  innbyrðis í leik sem við veljum og sá sem sigrar það verður titlaður Leikjameistarinn.

Þetta er ca. 2 – 4 tíma prógram, eftir mótið er ykkur ykkur frjálst að vera áfram hjá okkur og njóta veitinga á barnum, spila pool eða beerball eða spjallað.

Fáðu tilboð
fjölskyldudagur

Láttu okkur sjá um fjölskyldudaginn  fyrir þig. Við sérsníðum pakka eftir ykkar þörfum og fjölda þátttakenda.

Við bjóðum upp á fjölbreytta skemmtun og gómsætar veitingar. Leikur og matur fyrir alla.

 • Sleggjan
 • Klessubílar
 • Partýkeila
 • 7D Bíó
 • Pool
 • o.f.l í yfir 100 leiktækjum
Fáðu tilboð
Skólar og félög (16 ára og yngri)

Fyrir félagasamtök, félagsmiðstöðvar, íþróttafélög og hópa sem innihalda yfir 10 manns bjóðum við sérkjör.

 • 1 klst kort í öllum garðinum + 2 sneiðar af pizzu og pepsi – 2.390 kr.
Fáðu tilboð
Gæsa og steggjahópar

Við tökum vel á móti öllum gæsa- og steggjahópum og sérsníðum prógram fyrir hópinn þinn hvort sem þið viljið taka Leikjameistarann, eða taka góða syrpu í Sleggju, 7D og klessubílum!

Allar gæsir og steggir fá frían kokteil í tilefni dagsins.

Fáðu tilboð
Karíókí

Við bjóðum upp á glænýtt káríókí í sérútbúnu herbergi, með tvo mikrofóna og hátt í 30.000 lög til að þenja út raddböndin.

Fáðu tilboð