Barnaland býður upp á frábæra afþreyingu fyrir börnin. Svæðinu er skipt í tvennt þar sem annar hlutinn er sérhannaður fyrir káta leikskólakrakka en hinn fyrir fjörkálfa á grunnskólaaldri. Börn geta dvalið í allt að 2 klukkustundir í senn í Barnalandi.

Fyrir yngri börnin eru Krílaheimar, stórt gagnvirkt leiksvæði með skjám, símum, hólfum og ýmsum litlum leyndarmálum sem bíða eftir að börnin uppgötvi þau!

Litla Frumskógarhúsið býður upp á mikið fjör, taumlausa gleði og hlátrasköll. Þar klifra krílin og renna sér ofan í boltaflóð. Fyrir Eldri krakkana er RISA Frumskógarhús á fimm hæðum, stútfullt af spennandi leikjum. Þarna er auðvelt að gleyma sér í völundarhúsi með rennibrautum, boltalauginni eða einhverju öðru ótrúlegu ævintýri.

Barnapössun 1.250 kr. Systkina afsláttur (20%) 1.000 kr

Gildir fyrir allt að 2 klukkustundir. Foreldrar geta leyft yngri börnum að fara í eldri hlutann en það þarf að láta starfsfólk vita sérstaklega af því. Barnapössunin er í boði fyrir börn frá 3 ára til 10 ára en börn 12 ára og eldri geta farið með sem barnapíur fyrir yngri börn.

Barnaland er opið:
Mánudaga til föstudaga kl. 14:00 til 19:00
Laugardaga kl. 12:00 til 19:00
Sunnudaga kl. 13:00 til 19:00

Bannað að fara með mat og drykk í Barnaland

KRÍLAHEIMAR 1 TIL 4 ÁRA
Gagnvirkt svæði fyrir yngstu börnin
Litla frumskógarhúsið

STÓRA FRUMSKÓGARHÚSIÐ 4 – 12 ÁRA
Stóra frumskógarhúsið á 5 hæðum

Vinsamlegast athugið

  • Börn yngri en 3ja ára verða að vera í fylgd með forráðamönnum (12 ára eða eldri)
  • Öll börn þurfa að vera skráð hjá starfsmanni
  • Tilkynna skal starfsmönnum um ofnæmi eða önnur heilsufarsatriði og/eða skerta félagsfærni sem getur stofnað barninu og öðrum börnum í hættu
  • Skilja skal yfirhafnir og skó eftir á þar til gerðu svæði. Enginn ábyrgð er tekin á verðmætum
  • Allir eiga að vera í sokkum
  • Það er með öllu óheimilt að klifra utan á frumskógarhúsunum
  • Óheimilt er að taka leikföng inní húsið
  • Starfsmanni er heimilt að vísa börnum út sem haga sér ósæmilega eða á enhvern hátt fylgja ekki settum reglum
  • Foreldrar/forráðamenn barna sem eru í vörslu starfsfólks Smáratívolí verða að vera innan Smáralindar meðan dvöl barna stendur í Barnalandi, svo hægt sé að ná í þá með stuttum fyrirvara
  • Foreldrar/forráðamenn verða að vera mættir áður en 2 klst eru liðnar til að sækja börnin sín

Góð skemmtun

1.250 kr. á barn/1.000 kr. á systkini